Betri svefn með Dr. Erlu Björnsdóttur

Útgáfudagur: 10/10/22
Síðast uppfært: 17/10/24

Dr. Erla Björnsdóttir fer yfir hvað er að gerast í líkama og sál þegar við sofum og hvers vegna svefn er okkur svona mikilvægur.
Hún ræðir um hversu mikið við þurfum að sofa, áhrifin sem það hefur á okkur ef við sofum ekki nóg og hvernig við getum brugðist við svefnleysi.
Í lokin fer hún yfir mikilvægar svefnvenjur sem gott er að venja sig á.
 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • Geti skoðað eigin svefngæði og svefnþörf, þekki sína eigin líkamsklukku og hvað þarf að gera til að sporna við svefnleysi

  • Þekki góðar svefnvenjur og að sjá hvernig streita getur haft mikil áhrif á svefninn okkar

  • Þekki hvernig breytingaskeiðið getur haft áhrif á svefninn okkar sem og tíðahringur og áhrif hormóna

 

Fyrir hverja?

Alla sem eru að fást við þá áskorun að vera manneskja og vilja bæta líðan sína í lífi og starfi.