Canva, Grunnur

Útgáfudagur: 21/05/24
Síðast uppfært: 17/10/24

Canva er einfalt og marghliða hönnunarforrit sem hentar bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Með notendavænu viðmóti og fjölbreyttum sniðmátum geta notendur skapað faglega hönnun á skömmum tíma. Fyrirtæki hafa nýtt Canva til að styrkja markaðssetningu með sérsniðnum sniðmátum fyrir samfélagsmiðla en einnig til að efla vörumerkjaímynd en forritið býður einnig upp á teymisvinnu í rauntíma. 

Með þessu fjölbreytta forriti er hægt að búa til allskonar efni t.d. glærukynningar, hugarkort (mindmap), myndbönd, ýmis skjöl og skýrslur, bæklinga, veggspjöld, hátíðarkort, ferilskrár og efni fyrir mismunandi samfélagsmiðla. Canva er einnig notað af kennurum en þá er hægt að hanna og sækja námsefni fyrir ýmis skólastig. Canva er ódýr og auðveld lausn fyrir ólíkar hönnunarþarfir einstaklinga, stjórnenda, sjálfstætt starfandi, kennara o.fl. sem vilja á sjónrænan hátt koma sínum hugmyndum á framfæri.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • Kynnist viðmótinu, geti stofnað aðgang og unnið með innra viðmótið

  • Geti unnið með texta, myndir, myndbönd og tónlist í sniðmáti

  • Geti hlaðið upp skjölum, vistað og deilt upplýsingum

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja kynna sér kosti Canva og læra fyrstu skrefin í að búa til efni. Canva forritið er notað mikið af grafískum hönnuðum, markaðs- eða samfélagsmiðlastjórum, fyrirtækjaeigendum, vörumerkjastjórum, kennurum en ekki síður sjálfstætt starfandi einstaklingum og öllum þeim sem finnst gaman að skapa og búa til eitthvað fyrir sig sjálft.