Frá hugmynd til framkvæmdar
Útgáfudagur: 08/04/24
Síðast uppfært: 17/10/24
Frá hugmynd til framkvæmdar - er námskeið/fyrirlestur sem var fluttur fyrir Ungar Athafnakonur. Farið er yfir hvernig við fáum hugmyndir. Hvað það þýðir að vera frumkvöðull, hvernig fólk fær hugmyndir og afhverju. Hvernig getur þú búið til verðmæti úr hugmyndum sem koma til þín og hver eru þín fyrstu skref í slíkri þróun.
Markmið námskeiðsins er að nemandi
skoði hugtakið nýsköpun, hvað þýðir það og af hverju er það mikilvægt
skoði hvaðan hugmyndir koma, hvernig fólk fær hugmyndir og hvernig er hægt að búa til verðmæti úr þeim
fari yfir hvað það þýðir að vera frumkvöðull, hlutverk þeirra og sýn
skoði mikilvægi þess að prófa allar hugmyndir og kanna í framhaldinu möguleika til sölu, markaðssetningu og þjónustu, byggðar á vörunni
fari yfir hvernig hægt er að fjármagna hugmyndaferlið í vöruþróuninni og skoðuð hvernig þessi hringrás hugmynda og frumkvöðla er
Öll fáum við hugmyndir sem okkur langar til að framkvæma þegar sköpunarkraftur okkar vaknar. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja kynna sér í grunninn hvernig ferli nýrrar vöru og eða þjónustu virkar til að koma henni á markað. Hvað er gott að vita og hvað ber að varast ef eitthvað.