Gervigreind og snjallar lausnir - Framtíðin er gagnadrifin

Útgáfudagur: 09/10/22
Síðast uppfært: 21/03/25

Á námskeiðinu er fjallað um tækni- og viðskiptalegan grunn gagnadrifinna og snjallra lausna. Tæknin er oft kölluð gervigreind og nú er röðin komin að meginþorra fyrirtækja að hagnýta tæknina sem hefur þroskast mikið á undanförnum árum og er nú aðgengilegri, áreiðanlegri og ódýrari en áður.  

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • fái innsýn inn í hvað gervigreindin er og hvert hennar hlutverk er þegar kemur að framtíðinni og meðhöndlun þeirra gagna sem um hana fara

  • fái fræðslu um þann tæknilega grundvöll sem þarf að vera til staðar fyrir gervigreindina

  • fái innsýn inn í viðskiptalegan grundvöll gervigreindarinnar og hvernig við veljum verkefni 

 

Fyrir hverja?

Sérfræðinga og millistjórnendur sem vilja taka frumkvæði á þessu sviði og byrja að hagnýta gagnadrifnar lausnir. Einnig þá stjórnendur sem hefur verið falið að leiða gagna- og greiningarteymi og vilja auka yfirsýn og bæta þekkingu sína á sviðinu og læra af reynslu annarra.