Jákvæðni og húmor í samskiptum

Útgáfudagur: 28/09/23
Síðast uppfært: 18/11/24

Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að húmor  í daglegum samskiptum hjálpar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og minnka streitu og ekki síst koma auga á jákvæðari hliðar lífsins. Einnig getur húmor aukið gleði og stuðlað að hamingjuríkara lífi.  Við getum m.a. haft heilmikil áhrif á heilsufar okkar með því að auka vellíðan og rækta hamingjuna. Er húmor eitt af þínum gildum í lífinu? 

 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • þekki mismunandi gildi vinnustaða og eða einstaklinga hvernig hægt er að lifa eftirsóknarverðu lífi

  • skoði hversu hamingjusamur hann er og skoði hvað hamingja er fyrir honum og ávinning þess að vera hamingjusamur

  • geti séð hvað þarf að hafa í huga til að skapa jákvæðan og góðan vinnustað, geti nýtt sér jákvæð inngrip til að breyta eigin neikvæðum skoðunum og gildum

 

Fyrir hverja?

Alla!