Jákvæðni og húmor í samskiptum
Útgáfudagur: 28/09/23
Síðast uppfært: 18/11/24
Fjölmargar rannsóknir hafa leitt í ljós að húmor í daglegum samskiptum hjálpar fólki að takast á við allskonar uppákomur, leysa úr vandamálum og minnka streitu og ekki síst koma auga á jákvæðari hliðar lífsins. Einnig getur húmor aukið gleði og stuðlað að hamingjuríkara lífi. Við getum m.a. haft heilmikil áhrif á heilsufar okkar með því að auka vellíðan og rækta hamingjuna. Er húmor eitt af þínum gildum í lífinu?
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
þekki mismunandi gildi vinnustaða og eða einstaklinga hvernig hægt er að lifa eftirsóknarverðu lífi
skoði hversu hamingjusamur hann er og skoði hvað hamingja er fyrir honum og ávinning þess að vera hamingjusamur
geti séð hvað þarf að hafa í huga til að skapa jákvæðan og góðan vinnustað, geti nýtt sér jákvæð inngrip til að breyta eigin neikvæðum skoðunum og gildum
Fyrir hverja?
Alla!