Lærðu að búa til vefsíðu í Squarespace

Útgáfudagur: 09/10/22
Síðast uppfært: 20/09/24

Fyrir hverja er námskeiðið?

Vilt þú læra að búa til flottan vef með litlum sem engum tilkostnaði? Vilt þú hafa einfalda leið til að uppfæra efni og bæta við upplýsingum á vefnum þínum? Vilt þú sleppa við tæknilegt vesen og bras við vefþjóna og hýsingu? Þá er vefsíðugerð í Squarespace fyrir þig.

Squarespace er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag en yfir 2,5 milljónir vefja nýta það. Kerfið er einfalt og þægilegt í notkun ásamt því að bjóða upp á sveigjanleika og hentar því vefjum af ýmsum stærðum og gerðum, svo sem fyrir; fyrirtæki, vefverslanir, einyrkja eða bloggsíður.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • geti farið yfir öll helstu grunnatriðin þegar setja á upp nýjan vef í Squarespace

  • kunni að velja sér sniðmát sem hentar og geti aðlagað útlitið á einfaldan hátt

  • fái innsýn í hvað einkennir góða vefi, viti hvað þarf að hafa í huga þegar leitarvéla bestun er gerð og hvernig góð efnistök fyrir vef birtast

     

Fyrir hverja?

Alla þá sem vilja búa til flottan vef með litlum sem engum tilkostnaði, þá sem vilja sleppa við tæknilegt vesen og bras við vefþjóna og hýsingu og þá sem vilja getað uppfært efni og bætt við upplýsingum á vefinn sinn á einfaldan hátt.