Lærðu myndvinnslu með Photoshop
Útgáfudagur: 09/10/22
Síðast uppfært: 20/09/24
Myndvinnsla nýtist í mjög mörgum störfum og einnig í lífinu sjálfu. Lærðu að vinna myndir og grafík í einu öflugasta Photoshop námskeiði á Íslandi. Mikill fjöldi þátttakenda hefur farið í gegnum námið og náð góðum tökum á Photoshop.
Þarftu að aðlaga eða búa til markaðsefni, efni fyrir vef eða fyrir samfélagsmiðla fyrirtækisins? Eða viltu geta búið til auglýsingar fyrir Facebook, Instagram eða Google? Námskeiðið hjálpar þátttakendum einnig að ná góðum tökum á að vinna ljósmyndir áfram, hvort sem það eru fjölskyldumyndirnar eða sjálfur (selfies).
Þarftu að aðlaga eða búa til markaðsefni, efni fyrir vef eða fyrir samfélagsmiðla fyrirtækisins? Eða viltu geta búið til auglýsingar fyrir Facebook, Instagram eða Google? Námskeiðið hjálpar þátttakendum einnig að ná góðum tökum á að vinna ljósmyndir áfram, hvort sem það eru fjölskyldumyndirnar eða sjálfur (selfies).
Markmið þessa ítarlega námskeiðs er m.a. að nemandi
- kynnist myndvinnsluforritinu, viðmóti þess og hvað það býður upp á þegar kemur að hönnun
- geti unnið myndir, hannað auglýsingar, geti notað smart objects og verkfærakistuna
- geti hannað verkefni á stærstu samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og einnig á Google, geti hannað fyrir vefsíður og hvernig ber að vista og ganga frá skjölum
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á myndvinnslu eða grafískri hönnun. Byrjendur sem og þá sem vilja dýpka þekkingu sína í Photoshop.