Núvitund

Útgáfudagur: 27/12/22
Síðast uppfært: 20/09/24

Í námskeiðinu er núvitund kynnt og helstu ástæður fyrir því að við höfum þörf fyrir að þjálfa hana í nútímasamfélagi. Fjallað er um hvað felst í núvitundarþjálfun og helstu þáttum í ávinningi hennar, svo sem aukinni einbeitingu og hugarró, með minni streitu, depurð og kvíða. Einnig þáttum eins og bættum samskiptum og minni streitu, sem skilar sér í aukinni vellíðan bæði í einkalífi og starfi.
Sýnt hefur verið fram á að núvitundarþjálfun getur stuðlað að öllu ofangreindu.

Í námskeiðinu er farið yfir og lýst helstu aðferðum núvitundarþjálfunar.
Þátttakendum er boðið að vera leiddir í gegnum fjórar mismunandi núvitundaræfingar sem þeir geta strax tileinkað sér.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við streitu daglegs lífs og auka almenn lífsgæði sín.