Sáttamiðlun
Útgáfudagur: 04/10/22
Síðast uppfært: 21/09/24
Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings þar sem hlutlaus sáttamiðlari aðstoðar aðila við að finna sínar eigin lausnir. Fjallað er um hugmyndafræði sáttamiðlunar, sáttamiðlunarferlið, hlutverk sáttamiðlara og hvaða verkfæri sáttamiðlari notar til að hjálpa fólki við að leysa úr ágreiningi sínum.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- kynnist því hvað felst í sáttamiðlun og hvaða tilgangi hún þjónar
- skilji hvernig ferli sáttamiðlunar er í raun og hvenær hún hentar frekar en annað
- viti hvert hlutverk sáttamiðlara er í lausn ágreinings og geti nýtt sér fjölbreytt verkfæri í hlutverki sáttamiðlara
Fyrir hverja:
Sáttamiðlun fyrir stjórnendur og starfsfólk er fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðafræði sáttamiðlunar og öðlast verkfæri til þess að aðstoða fólk við að leysa úr ágreinings- og deilumálum á vinnustöðum og víðar.
Sáttamiðlun fyrir stjórnendur og starfsfólk er fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðafræði sáttamiðlunar og öðlast verkfæri til þess að aðstoða fólk við að leysa úr ágreinings- og deilumálum á vinnustöðum og víðar.