Árangursrík tölvupóstsamskipti

Útgáfudagur: 14/03/25
Síðast uppfært: 19/03/25

Um hvað er námskeiðið?

Í þessu námskeiði lærir þú:

  • Hvernig á að skrifa skýra og hnitmiðaða tölvupósta

  • Hvernig á að koma boðskap þínum á framfæri án misskilnings

  • Hvernig á að draga úr tölvupóstálagi og spara tíma

  • Hvernig á að hafa samskipti af öryggi og fagmennsku í rafrænum heimi

  • Hvernig á að nota tölvupóst til að byggja upp traust og tengsl

Þú færð praktíska þjálfun í að skrifa tölvupósta sem fólk vill lesa – ekki bara skanna. Þegar þú hefur lokið námskeiðinu verður fólk farið að brosa þegar það sér póst frá þér í innhólfinu – í stað þess að hugleiða veikindadaga!

Vissir þú að meðalstarfsmaður eyðir þriðjungi vinnudagsins í tölvupósti? Með réttu aðferðunum getur þú sparað tíma, aukið skilvirkni og styrkt faglega ímynd þína.

 

Fyrir hverja?

Alla þá sem eiga í almennum tölvupóstsamskiptum og vilja gera þá hnitmiðaða og ekki síður þá sem vilja draga úr tölvupóstálagi. 

Verð: 24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.