Fordómar á vinnustaðnum

Útgáfudagur: 09/03/23
Síðast uppfært: 17/10/24

Námskeiðið er hugsað sem hugvekja um fordóma í íslensku samfélagi, námskeið sem gagnast öllum sem vinna með fjölbreyttum hópi fólks eða með fjölbreyttan hóp viðskiptavina.

Um fjórðungur einstaklinga sem búa á Íslandi eru einstaklingar með einhverjar erlendar rætur eða tengsl við önnur lönd. Því er mikilvægt að átta sig á þeim hindrunum sem geta mætt einstaklingum af erlendum uppruna hérlendis og skilja hvaða áhrif fordómar í samfélaginu geta haft á þessa einstaklinga.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi 

  • þekki hvað fordómar eru og hver getur upplifað fordóma og þekki muninn á Kynþátta- og menningarfordómum

  • skilji hvernig fordómar í íslensku samhengi birtast

  • öðlist góða innsýn í hugtakið fkordómar: einstök atvik eða síendurtekið áreiti? Hverni þeir birtast á íslenskum vinnumarkaði

  • skilji afleiðingar fordóma á andlega og líkamlega líðan einstaklinga

  • þekki hugtökin Fjölbreytileiki og inngilding - hvar liggur munurinn? 

     

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir allt fólk sem starfar á íslenskum vinnumarkaði, hugsað fyrir stjórnendur en hentar öllu starfsfólki.

 

Verð: 24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.