Sáttamiðlun
Útgáfudagur: 04/10/22
Síðast uppfært: 21/09/24
Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings þar sem hlutlaus sáttamiðlari aðstoðar aðila við að finna sínar eigin lausnir. Fjallað er um hugmyndafræði sáttamiðlunar, sáttamiðlunarferlið, hlutverk sáttamiðlara og hvaða verkfæri sáttamiðlari notar til að hjálpa fólki við að leysa úr ágreiningi sínum.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- kynnist því hvað felst í sáttamiðlun og hvaða tilgangi hún þjónar
- skilji hvernig ferli sáttamiðlunar er í raun og hvenær hún hentar frekar en annað
- viti hvert hlutverk sáttamiðlara er í lausn ágreinings og geti nýtt sér fjölbreytt verkfæri í hlutverki sáttamiðlara
Fyrir hverja:
Sáttamiðlun fyrir stjórnendur og starfsfólk er fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðafræði sáttamiðlunar og öðlast verkfæri til þess að aðstoða fólk við að leysa úr ágreinings- og deilumálum á vinnustöðum og víðar.
Sáttamiðlun fyrir stjórnendur og starfsfólk er fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðafræði sáttamiðlunar og öðlast verkfæri til þess að aðstoða fólk við að leysa úr ágreinings- og deilumálum á vinnustöðum og víðar.
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.